6 Febrúar 2016 16:34

Um tvöleytið í dag barst tilkynning um slys í Skarðsheiði.

Þarna hafði hópur fólks verið í göngu þegar tvennt úr hópnum féll niður hlíð  og slasaðist.  Slysstaðurinn var í 6-700 metra hæð og er talið að fólkinu hafi skrikað fótur í hálku og fallið og runnið  um 100 metra niður hlíðina.  Lögregla og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Akranesi, Borgarnesi og úr sveitum Borgarfjarðar fóru þegar á vettvang ásamt lækni frá Akranesi.  Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út og flutti hún fólkið á Landsspítalann í Fossvogi.

Þau sem slösuðust voru karl á fimmtugsaldri og kona á sjötugsaldri.

Göngufólkinu sem með þeim var verður boðið upp á áfallahjálp.

Málið í rannsókn og frekari frétta af atburðinum er ekki að vænta að svo komnu máli.