21 Maí 2011 12:00

Rétt fyrir klukkan 13:00 í dag var kallað eftir aðstoð í Sundhöll Selfoss þar sem barn fannst meðvitundarlaust í innilaug sundhallarinnar.  Endurlífgun hófst þegar, bæði af hálfu aðstandenda barnsins, starfsmanna sundhallarinnar, og sundlaugargesta þar sem voru meðal annars lögreglu-, sjúkraflutninga-, og slökkviliðsmenn.   Barnið, sem er á sjötta aldursári var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.  Þegar þetta er ritað liggja ekki fyrir upplýsingar um líðan barnsins.