10 Janúar 2024 15:11

Klukkan 10:18 barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um hugsanlegt vinnuslys, þar sem grunur leikur á að maður hafi fallið ofan í djúpa sprungu. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Fjölmennt lið viðbragsaðila er á vettvangi og stendur leit enn yfir.