19 Nóvember 2007 12:00

Við húsleit lögreglunnar í íbúð á Egilsstöðum um helgina fannst m.a. svokallaður Cornsnákur. Snákurinn, sem var í glerbúri í opnu rými í íbúiðinni, var haldlagður og færður í trygga geymslu á varðstofu lögreglunnar. Var snákurinn síðan aflífaður og mun fulltrúi heilbrigðiseftirlits annast eyðingu á hræinu.