21 Janúar 2007 12:00

Kl. 12:38 var tilkynnt um að snjóflóð hefði fallið í Hliðarfjalli og maður á vélsleða lent í flóðinu.  Flóðið fjéll norðarlega í svonefndum Hrappsstaðaskálum sem eru nokkuð norðan við gönguskíðasvæðið í Hlíðarfjalli um fjóra kílómetra norðan og ofan við skíðasvæðið.

Lögreglu- og björgunarmenn fóru þegar á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar, sem stödd var á Sauðárkróki, var beðin að fara á staðinn.  Maðurinn fannst fljótlega og hlúð var að honum á staðnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Maðurinn er slasður en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.  Björgunaraðgerðum var lokið kl. 13:55.