28 Júlí 2006 12:00

Nokkuð hefur verið um það að ungir menn hafa valið sér Austurveg á Selfossi, sem einnig er þjóðvegur númer eitt á Íslandi, til þess að reyna bíla sína og ekið þeim hratt eftir götunni og reykspólað, þ.e. í hringi á miðjum akvegi með tilheyrandi hávaða, ískri og bremsulátum þannig að reykjamökkurunn stendur undan og upp af viðkomandi bíl. Margar kvartanir hafa borizt frá íbúum og öðrum, ekki sízt frá eldra fólki sem býr við Grænumörk, þar sem eru íbúðir eldra fólks í næsta nágrenni.

Lögreglan á Selfossi hefur nú tekið upp þann hátt að taka athæfið á myndband og eiga til þess að greina hvaða bílar og ökumenn eigi í hlut. Með þessu athæfi eru brotin all mörg ákvæði umferðarlaga og ástæða til þess að efast um næga kunnáttu í akstri og  og umferðarlögum og -reglum.

Lögreglustjóri hefur þegar lagt fyrir einn þeirra sem náðist á myndband að taka ökupróf að nýju. Væntanlega mega fleiri búast við slíkri meðferð náist til þeirra. Auk þess að þreyta ökupróf má viðkomandi búast við sektum fyrir athæfið.