23 Október 2007 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð fyrir fundi um fíkniefnamál mánudaginn 22. október. Á honum var farið yfir stöðu fíkniefnamála og m.a. fjallað um framboð fíkniefna, þ.e. e-taflna. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar, og Eiður H. Eiðsson, lögreglufulltrúi forvarna, sátu fundinn fyrir hönd LRH en til hans var boðið forvarnarfulltrúum og ýmsum öðrum aðilum sem starfa með ungu fólki.
Samhliða fundinum varaði lögreglan við auknu framboði e-taflna en talið er að sölumenn þeirra reyni einkum að höfða til ungs fólks á aldrinum 16-20 ára. Á fundinum voru sýndar nokkrar glærur sem má nálgast hér.