15 Ágúst 2008 12:00

Ríkislögreglustjóri er í fyrsta sinn að gefa út áfangaskýrslu um hatursglæpi á Íslandi.  Þessi skýrsla er gerð í kjölfar fundar sem tengiliður Íslands sótti í Helsinki í Finnlandi dagana 16-17. júní síðastliðinn. Tilgangur fundarins var að efla samvinnu milli tengiliða aðildarríkja ÖSE um hatursglæpi og Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofunnar (ODIHR).  Á dagskrá fundarins var m.a. drög að ársskýrslu ODIHR um hatursglæpi fyrir árið 2007 (Hate Crimes in the OSCE Region: Incidents and Responses -Annual report for 2007).
 
Í áfangaskýrslunni er farið í stuttu máli yfir hvernig þetta samstarf varð til í desember 2003 og þróun þess. Fjallað er um skilgreininguna á hatursglæpum og þau vandamál sem aðildarríki ÖSE standa frammi fyrir varðandi skráningu brota og mat á stöðu hatursglæpa í aðildarríkjunum. Einnig er fjallað um löggjöf á þessu sviði og hvernig Ísland stendur í samanburði við nágrannaríki. Hlutverk lögreglunnar í greiningu hatursglæpa er skoðað auk þess sem farið er yfir mismunandi birtingarmyndir þessara brota. Í lokakafla skýrslunnar eru ýmsar tillögur og ábendingar um framþróun þessara mála á Íslandi.
 
Skýrsluna má nálgast hér.

Ríkislögreglustjóri er í fyrsta sinn að gefa út áfangaskýrslu um hatursglæpi á Íslandi.  Þessi skýrsla er gerð í kjölfar fundar sem tengiliður Íslands sótti í Helsinki í Finnlandi dagana 16-17. júní síðastliðinn. Tilgangur fundarins var að efla samvinnu milli tengiliða aðildarríkja ÖSE um hatursglæpi og Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofunnar (ODIHR).  Á dagskrá fundarins var m.a. drög að ársskýrslu ODIHR um hatursglæpi fyrir árið 2007 (Hate Crimes in the OSCE Region: Incidents and Responses -Annual report for 2007).

Í áfangaskýrslunni er farið í stuttu máli yfir hvernig þetta samstarf varð til í desember 2003 og þróun þess. Fjallað er um skilgreininguna á hatursglæpum og þau vandamál sem aðildarríki ÖSE standa frammi fyrir varðandi skráningu brota og mat á stöðu hatursglæpa í aðildarríkjunum. Einnig er fjallað um löggjöf á þessu sviði og hvernig Ísland stendur í samanburði við nágrannaríki. Hlutverk lögreglunnar í greiningu hatursglæpa er skoðað auk þess sem farið er yfir mismunandi birtingarmyndir þessara brota. Í lokakafla skýrslunnar eru ýmsar tillögur og ábendingar um framþróun þessara mála á Íslandi.

Skýrsluna má nálgast hér.