3 Maí 2023 16:15

Vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á andláti ungrar konu frá því í síðustu viku voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag. Þeir kærðu báðir úrskurð Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Landsréttur úrskurðaði nú fyrir stundu í málum beggja, sem staðfesti áður uppkveðna úrskurði dómara við Héraðsdóm Suðurlands um að þeir skyldu sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 5. maí næstkomandi.

Áfram er unnið að rannsókn málsins í góðu samstarfi við önnur lögregluembætti og stofnanir. Sem fyrr verða tilkynningar frá lögreglu vegna málsins settar út hér á vefinn þegar tilefni er til.