1 Júní 2012 12:00

Lögreglunni á Suðurnesjum var í vikunni tilkynnt um athæfi tveggja karlmanna sem komið höfðu inn í Vínbúðina í Reykjanesbæ og stolið tveimur áfengispelum úr hillu verslunarinnar. Pelunum stungu mennirnir inn á sig og hurfu síðan á braut án þess að greiða fyrir dropann.