30 Janúar 2004 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur gefið út starfsmannastefnu fyrir lögregluna.

Embætti ríkislögreglustjóra hefur á undanförnum misserum unnið að gerð starfsmannastefnu fyrir lögregluna í landinu. Þar er tekið mið af starfsmannastefnu Stjórnarráðsins og skýrslu nefndar sem ríkislögreglustjóri skipaði árið 1998 til þess að setja fram stefnumörkun og markmiðssetningu fyrir lögregluna. Auk þess er stuðst við starfsmannastefnu nokkurra ríkisstofnana og fyrirtækja. 

Leitað var umsagnar Landssambands lögreglumanna, Sýslumannafélags Íslands og fjármálaráðuneytisins. Margar góðar ábendingar komu fram. Verkið var sent dómsmálaráðuneytinu til kynningar og fagnar ráðuneytið framtakinu. 

Tilgangurinn með því að setja fram starfsmannastefnu fyrir lögregluna er sá að gera lögreglunni kleift að gegna betur því hlutverki sem henni er ætlað í samfélaginu og lög og stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Einnig er henni ætlað að stuðla að betri líðan starfsmanna lögreglunnar og auka gæði þjónustu og öryggi sem lögreglunni er ætlað að veita borgurunum. Fjallað er á fræðandi og uppbyggilegan hátt um hina ýmsu þætti starfsmannamála.

Starfsmannastefna lögreglunnar >> (Full gæði PDF skjal 1269 KB, hægrismellið á tenginguna og veljið „save target as“ til að hlaða skjalinu niður)

Starfsmannasefna lögreglunnar >> (Minni gæði fyrir hægvirkt internet PDF skjal 213 KB)