11 Febrúar 2021 12:42

Lögreglan á Austurlandi birti stefnumörkun í fyrsta sinn fyrir árið 2020. Um tilraunaverkefni var að ræða.

Lykilmarkmið embættisins var að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Stefnan tók mið af því markmiði. Áhersla var meðal annars lögð á aukinn sýnileika, markvissari greiningu gagna og upplýsingamiðlun, aukna samvinna við íbúa og lykilstofnanir og áhersla á innra starf, þar á meðal samvinnu deilda lögreglu og stöðva.

Tölur úr þolendakönnun embættis Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2020 og viðhorfskönnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir sama ár benda til að lögregla sé á réttri braut. Að því sögðu eru breytingar á stefnu þessa árs því smávægilegar og markmiðin sömuleiðis.

Með útgáfu og kynningu á stefnumörkuninni er leitast við að styrkja starfsemi lögreglu, gera vinnu hennar og markmið sýnilega íbúum og auka samstarf og skilning þar á milli.

Stefnumörkunina má finna hér.