20 Febrúar 2020 16:34

Lögreglan á Austurlandi birtir í fyrsta sinn stefnumörkun er gildir næstu tólf mánuði. Er þar tekið mið af löggæsluáætlun stjórnvalda, litið til þróunar brota og verkefna í umdæminu síðustu ár sem og til sjónarmiða lögreglumanna á svæðinu um það sem brýnast þykir. Drög að stefnumörkuninni voru kynntar sveitarstjórnum í umdæminu sem komu sínum sjónarmiðum að og höfðu þannig áhrif á endanlega útgáfu.

Í stefnumörkuninni má meðal annars finna markmið lögreglu og áherslur, hugmyndafræði þar á bak við, aðgerðaráætlun og eftirfylgni. Sjá hér að neðan:

Stefna lögreglunnar á Austurlandi