30 Júní 2010 12:00

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (www.stjornmalogstjornsysla.is) birtist grein um stefnumótun í löggæslumálum þar sem m.a. er fjallað um tillögur verkefnanefnda um framtíðarskipulag löggæslumála.  Greinin ber heitið Stefnumótun í löggæslumálum: hlutverk og tillögur verkefnanefnda og er eftir Pétur Berg Matthíasson stjórnmála- og stjórnsýslufræðing við embætti ríkislögreglustjóra.

Í greininni er fjallað um tillögur tveggja nefnda, þ.e. verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála (2005) og starfshóps um sameiningu lögregluembætta (2009), og um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar (2006) á embætti ríkislögreglustjóra. Sérstaklega eru skoðaðar tillögur um breytingu á stjórnsýslunni og fjármálum lögreglunnar, stöðu ákæruvalds og tilflutning löggæsluverkefna til og frá embætti ríkislögreglustjóra. Einnig er lagt hlutlægt mat á tillögur starfshóps um sameiningu lögregluembætta en skýrsla þeirrar nefndar kom út í lok árs 2009.

Greinina má nálgast hér.