11 Maí 2011 12:00

Lagningar ökutækja nærri íþróttavöllum hafa í gegnum tíðina verið vandamál. Ökumenn leggja þá gjarnan sem næst leikvöngum og þá upp á graseyjum, gangstéttum og göngustígum. Í stöku tilvikum er einnig lagt á og við gangbrautir. Brot sem þessi bjóða heim hættu fyrir gangandi vegfarendur, skapa vandræði fyrir almenningssamgöngur og valda skemmdum hjá sveitarfélögum. Jafnframt geta svona stöðubrot gert mjög erfitt fyrir þegar um neyðarakstur lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs er að ræða.

Lögreglan hefur vakið athygli á vandamálinu oftar en einu sinni og auglýst aukið eftirlit vegna þessa við íþróttavelli á höfuðborgarsvæðinu. Árangur hefur orðið nokkur en ástandið er þó enn óviðunandi, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Lögreglan biðlar nú til ökumanna sem sækja íþróttakappleiki að sýna gott fordæmi og leggja ökutækjum sínum löglega. Brotlegir munu þurfa að greiða stöðubrotsgjald.

Ökutæki byrgja sýn við gatnamót.

Algeng sjón.

Vonandi á enginn leið um með barnavagn!

Erfitt fyrir ökutæki að mætast.

Ekki til fyrirmyndar.

Svona á ekki að leggja.