17 September 2007 12:00
Af gefnu tilefni vill lögreglan á Vestfjörðum benda ökumönnum á að ekki er heimilt að yfirgefa bifreið án þess að stöðva vélina, sbr. 27. og 35. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Í 27. gr. ufl. segir:
Þegar ökumaður yfirgefur vélknúið ökutæki skal hann stöðva vél þess og búa svo um að það geti ekki runnið sjálfkrafa eða aðrir látið það fara af stað.
Í 35. gr. ufl. segir:
Ökumaður vélknúins ökutækis skal haga meðferð þess og akstri þannig, að frá því stafi eigi hávaði eða loftmengun að óþörfu.
Sekt vegna brota á fyrrgreindum ákvæðum getur varðað allt að kr. 15.000,-
Því miður hefur lögreglan ítrekað orðið vör við brot á fyrrgreindum ákvæðum, sérstaklega við leikskóla, skóla, verslanir og opinberar byggingar og biður fólk að tryggja eigið öryggi og annarra með því að fara að lögum.
Kristín Völundardóttir
lögreglustjórinn á Vestfjörðum