4 Mars 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi myndum. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 á skrifstofutíma, þ.e. virka daga frá kl. 8-16, en hinir stolnu munir eru geymdir á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði. Tekið skal fram að afhending muna fer fram gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. Sýnt þykir að þetta eru stolnir munir úr innbrotum á höfuðborgarsvæðinu undanfarna mánuði en lögreglan hefur nýlega upplýst tugi slíkra mála.