28 Janúar 2010 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi myndum. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við þjónustuver lögreglunnar sem er opið frá kl. 8-16 alla virka daga en símanúmerið er 444-1000. Tekið skal fram að afhending muna fer fram gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. Hlutirnir sem hér um ræðir voru m.a. haldlagðir við húsleitir en sýnt þykir að þetta eru stolnir munir úr innbrotum.