3 Október 2007 12:00

Strokufangarnir frá Litla-Hrauni fundust um kl. 11:00 í húsi við Grettisgötu í Reykjavík.  Lögrelgumenn á höfuðborgarsvæðinu fundu stolnu bifreiðina á Grettisgötu skammt frá húsi sem vitað er að brotamenn leita í.  Lögreglumennirnir bönkuðu uppá í húsi því og þar fundu þeir fangana og handsömuðu.   Þeim verður komið í hendur Fangelsimálastofnunar.