25 Júní 2012 12:00

Fjórir lögreglumenn tóku sig til og hjóluðu í kringum landið á dögunum. Ferð þeirra félaga var í tengslum við keppni og fjársöfnun Barnaheilla, en lögreglumennirnir söfnuðu dágóðri upphæð til góðra mála með þátttöku sinni. Strákarnir voru að vonum nokkuð þreyttir þegar þeir komu í mark og sögðu að ferðin hefði verið krefjandi en jafnframt skemmtileg. Á myndinni hér að neðan má sjá kappana áður en lagt var stað en lögreglumennirnir heita Marteinn Jóhannes Sigurðsson, Guðlaugur Freyr Jónsson, Sverrir Guðfinnsson og Kristján Örn Kristjánsson. Þeim til aðstoðar á leiðinni um landið voru bílstjórarnir Sveinbjörn og Ólafur Gunnar.