29 Júní 2015 10:53

Ung stúlka féll af baki um helgina þegar hestur hennar hnaut með hana í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Vinstri fótur stúlkunnar lenti undir hrossinu. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Þá fór ungur maður úr axlarlið þegar hann var við æfingar á sjó í Grindavíkurhöfn. Hann var á Landsmóti unglingadeila Landsbjargar og var að æfa sig í að fara milli báta þegar óhappið varð. Hann datt og lenti á hendinni með þeim afleiðingum að öxlin fór úr lið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.