27 Nóvember 2014 12:00

Landssamband lögreglumanna hefur fært Kristni Frey Þórssyni og fjölskyldu hans veglegan styrk, en peningarnir koma úr Líknar- og hjálparsjóði Landssambandsins. Lögreglumenn greiða í sjóðinn mánaðarlega, en þeir selja líka merki og kort í fjáröflunarskyni. Sjóðurinn var stofnaður árið 1992 og samtals hafa á annað hundrað aðilar, bæði einstaklingar og ýmiss samtök, notið góðs af og sannarlega hefur styrkur úr sjóðnum komið þeim öllum vel enda aðstæður hjá fólki oft mjög erfiðar.

Kristinn Freyr, sem er þrítugur sjómaður, missti konuna sína, Ólöfu Birnu Kristínardóttur, 32 ára, í byrjun september, en hún var með hormónatengdan sjúkdóm. Dætur þeirra eru Kristín Helga, 3 ára, og Ólöf Erla, 1 árs.

Kristinn Freyr með Benedikt Lund og Gissuri Guðmundssyni frá Líknar- og hjálparsjóðnum,

ásamt Ásdísi Haraldsdóttur lögreglumanni, en hún er stjúpsystir Kristins Freys.