24 Desember 2013 12:00
Kl.20:00 í gær (Þorláksmessu) var veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokað vegna snjóflóðahættu. Var það gert að höfðu samráði við veðurfræðinga og starfsmenn Snjóflóðasetursins á Ísafirði og Vegagerðina. Í nótt féll snjóflóð yfir veginn um Súðavíkurhlíð. Í morgun þegar birti voru aðstæður hagstæðar og var leiðin opnuð. Spáð er áframhaldandi vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Af öryggisástæðum hefur verið ákveðið að loka veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar aftur kl.16:00 í dag. Staðan m.t.t. opnunar verður tekin á morgun.
Vegagerðin hefur hætt snjómokstri í dag og eru þeir sem hyggjast fara milli þéttbýliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum hvattir til að afla sér upplýsinga, áður en lagt er af stað, í síma Vegagerðarinnar, 1777, eða á vefsíðu hennar, http://www.vegagerdin.is/
Lögreglan á Vestfjörðum og almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps óska Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.