3 September 2008 12:00
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var slökkvilið og lögregla kölluð í tvígang að húsnæðinu að Suðurtanga 2 á Ísafirði vegna elds, annars vegar kl.17:12 miðvikudaginn 20. ágúst sl. og hins vegar kl.17:36 mánudaginn 25. sama mánaðar. Niðurstaða vettvangsrannsóknar lögreglunnar er sú að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða í bæði skiptin.
Lögreglan á Vestfjörðum vinnur að rannsókn málsins og biður alla þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að hafa samband í síma 450 3730.