15 Ágúst 2009 12:00

Nú þegar eru komnir á milli 2-3000 manns á Sumarhátíðina á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðast liðin nótt gekk vel hjá lögreglunni og engin meiriháttar mál komu upp. Fólk var almennt mjög rólegt og greinilega góð stemming á svæðinu. Mikil og öflug gæsla verður á mótssvæðinu og er það samhljóma rómur þeirra sem að löggæslu og almennri gæslu standa að þetta hafi verið forsmekkurinn að góðri hátíð. Rangeysk veðurblíða lék við hátíðargesti og miklar líkur eru á því að veðurguðirnir muni hlada áfram að láta ljós sitt skína áfram.

Lögreglan vill því hvetja þá sem ætla sér á hátíðina í dag til að aka varlega og muna eftir því að góð skemmtun er gulli betri.