31 Desember 2012 12:00
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru, vegna snjóflóðahættu sem skapaðist, rýmd hús á reitum 4 og 10 á Patreksfirði. Í gær var aflétt rýmingu á reit 4 og í dag var rýmingu aflétt á reit 10. Þannig hefur verið aflétt rýmingum á sunnanverðum Vestfjörðum enda er snjóflóðahætta þar liðin hjá.