8 Júní 2015 13:28

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af sex ökumönnum um helgina sem áttu það sammerkt að aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, sumir þeirra hvorutveggja. Einn þeirra hafði neytt amfetamíns , metamfetamíns og áfengis og var þar að auki sviptur ökuréttindum. Annar svaf ölvunarsvefni undir stýri þegar lögreglu bar að. Viðkomandi var með öryggisbeltið spennt, en hafði náð að drepa á bifreiðinni. Sá hinn sami hafði ekið á verslunarhúsnæði, og grindverk við það, áður en hann lognaðist út af við stýrið. Bifreiðin var bæði klesst og rispuð.