5 Desember 2011 12:00

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Ríkisendurskoðun óskað eftir upplýsingum um viðskipti Ríkislögreglustjóra við fyrirtækið RadíóRaf ehf., sem færð eru á tiltekinn bókhaldslykil frá janúar 2007 til september 2011. Alls nema þessi viðskipti rúmum 141 milljón króna.

Ríkislögreglustjóri sendi í dag, mánudaginn 5. desember, umbeðnar upplýsingar til Ríkisendurskoðunar.

Meðfylgjandi:

a) Svar Ríkislögreglustjóra í heild sinni