23 September 2013 12:00

Skólarnir byrja í ágúst og er hámarkshraði í kringum skóla 30 km/klst.

Þegar hraðakstursbrot þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. eru skoðuð má sjá nokkrar sveiflur í fjölda brota í ágúst ár hvert.

Hraðakstursbrot á svæðum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst voru færri í ágúst 2013 heldur en á sama tíma árið 2012 eða 233 miðað við 316. Hraðakstursbrot á þessum stöðum voru þó mun færri í ágúst 2011 eða aðeins 89 og árið 2009 voru brotin enn færri eða 64. Á tímabilinu 2009-2013 voru flest slík brot árið 2010 eða 344.

Flest hraðakstursbrot þar sem hámarkshraðinn er 30 km/klst. áttu sér stað í kringum hádegið eða um 20% brotanna. Einnig átti mikill fjöldi brota sér stað þegar klukkan fór að nálgast 16 og fram til 16:30 eða um 16% allra brota.

Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér