8 September 2004 12:00

Karl Gustav Svíakonungur og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands heimsóttu Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð í morgun og kynntu sér starfsemina sem þar fer fram.  Skoðuðu þeir fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og samhæfingarstöð almannavarna, starfstöð Neyðarlínunnar og aðra starfsemi sem þar er til húsa.  Karl Gustav, sem er mikill áhugamaður um útivist og björgunarmál, lauk lofi á samstarfið í Björgunarmiðstöðinni og hversu vel væri búið að þeim sem þar starfa.

Á ljósmyndinni, sem Júlíus Sigurjónsson tók, sést þegar Jónína S. Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, kynnir starfsemi fjarskiptamiðstöðvarinnar fyrir  Svíakonungi og forseta Íslands.