9 Maí 2008 12:00

Þann 15 apríl s.l. lauk rannsókn svonefnds “ Sauðaþjófnaðarmáls“ hjá embætti lögreglustjórans á Eskifirði, sem upp kom s.l. haust á Hornafirði.  Ákvörðun var tekin um að fella kærumálið niður á grundvelli 112 gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, en það sem kom fram við rannsókn málsins þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis.   Ákvörðun lögreglustjóra er kæranleg til ríkissaksóknara innan mánaðar.