2 Janúar 2022 23:37

Vegna mjög slæmrar veðurspár er áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 aflýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar.

Ný tímasetning sýnatöku verður tilkynnt síðar á morgun, mánudaginn 3. janúar eða þriðjudaginn 4. janúar. Hún verður auglýst á heimasíðu og á fésbókarsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands, (HSA), og í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi á vef lögreglu meðal annars og á fésbókarsíðu lögreglu.

Þeir sem hafa einkenni COVID smits eru beðnir um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra.

Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er spáð norðvestan 20-28 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Víða skafrenningi með lélegu skyggni og éljum.

Mjög slæmt ferðaveður verður á morgun. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum.