20 Desember 2007 12:00

Przemyslav Pawel Krymski, einn þeirra sem rauf farbann sem hann var úrskurðaður í af Héraðsdómi Suðurlands og staðfest var í Hæstarétti vegna gruns um aðild að nauðgun,  var handtekinn af pólsku lögreglunni á landamærum Póllands og Þýskalands s.l. mánudag.   Íslenska ríkið gerði kröfu um að hann yrði framseldur til Íslands en yfirvöld í Póllandi hafa nú upplýst um að pólsk lög heimili ekki framsal eigin þegna til annarra landa.