5 Maí 2015 12:59

 

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð leiddu í ljós neyslu hans á kannabis og amfetamíni.

Áður höfðu lögreglumenn haft afskipti af öðrum ökumanni af sömu ástæðu. Mikil kannabislykt var í bifreið hans og reyndist viðkomandi hafa neytt kannabisefna.

Loks fannst amfetamín í buxnavasa einstaklings sem hafði hagað sér dólgslega á skemmtistað í umdæminu og var handtekinn af þeim sökum. Hann lét öllum illum látum í lögreglubifreiðinni á leiðinni á lögreglustöð og gat hann ekki lesið upplýsingablað fyrir handtekna þegar þangað var komið vegna þess ástands sem hann var í. Fíkniefnin fundust svo á honum við öryggisleit.