19 Mars 2012 12:00

Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar húsleitar sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í umdæminu um helgina. Leitað var í íbúðarhúsnæði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleitina fannst marijuana í tösku í stofu íbúðarinnar. Jafnframt voru í töskunni bíllyklar af bifreið sem stóð fyrir utan húsnæðið. Fíkniefnahundurinn Clarissa leitaði í bifreiðinni og fundust tvær pakkningar milli framsæta bílsins af meintu marijuana. Annar hinna handteknu játaði að eiga ofangreind efni. Í herbergi hins mannsins sem handtekinn var fundusr marijuana, sveppir og tvær e-pillur. Sá maður viðurkenndi einnig eign sína á þeim efnum. Eftir yfirheyrslur á lögreglustöð voru mennirnir látnir lausir og teljast málin upplýst.

Ölvunarakstur og svipting
 
Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Við umferðareftirlit veitti lögregla athygli bifreið sem ekið var með rásandi aksturslagi. Aksturinn var stöðvaður og ökumaður fluttur á lögreglustöð. Í hinu tilvikinu reyndist ökumaðurinn ölvaður og án ökuskírteinis. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum vegna ölvunar við akstur. Þá reyndist þriðji ökumaðurinn, sem lögregla stöðvaði,  vera með útrunnið ökuskírteini.
 
Tæmdi úr slökkvitæki á skemmtistað
 
Gestur á skemmtistaðnum Paddýs í Reykjanesbæ tæmdi úr sex kílóa slökkvitæki yfir staðinn og gesti þar aðfararnótt sunnudagsins síðastliðins. Lögreglan á Suðurnesjum var í eftirlitsferð þegar gestir sáust streyma út af staðnum og út á götu. Talsverðan reyk lagði frá skemmtistaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var viðvörunarkerfi staðarins í gangi og hann undirlagður af slökkvidufti. Talið er að einhverjar skemmdir hafi orðið á skemmtistaðnum svo og tækjabúnaði í eigu hljómsveitarinnar sem spilaði á Paddýs um kvöldið, en ekki er ljóst hversu miklar þær voru. Lögregla hefur rætt við fólk sem var statt á Paddýs og rannsakar málið.
 
Með amfetamín í sokknum
 
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning aðfararnótt sunnudagsins um einstakling sem væri grunaður um að vera með amfetamín í fórum sínum. Lögreglumenn fundu fljótlega einstakling sem passaði við þá lýsingu sem gefin hafði verið. Hann reyndist vera með hvítt efni, sem talið er vera amfetamín, í poka í öðrum sokk sínum. Maðurinn reyndist vera of ölvaður til að hann gæti svarað spurningum lögreglu og var því fluttur á lögreglustöð þar sem hann var látinn sofa úr sér.
Þá hafði lögreglan afskipti af öðrum karlmanni á skemmtistað í bænum. Við leit á honum fannst hvítt efni pakkað inn í sellófan í buxnavasa hans. Maðurinn var færður á lögreglustöð og yfirheyrður þar.  Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál undir nafnleynd.
 
Með hasskökur og pípu
 
Tollgæslan stöðvaði erlendan ferðamann við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum í gær. Fíkneifnahundurinn Nelson hafði merkt manninn og við leit á honum fundust rúmlega þrjú grömm af meintu kannabisefni í sýnapoka. Þá reyndist hann vera með hasspípu í forum sínum, tvær hasskökur og lítinn poka með ætluðum kannabisfræjum. Lögreglan á Suðurnesjum ræddi við manninn sem var að koma frá Amsterdam. Honum var gert að greiða tæplega 40 þúsund krónur í sekt fyrir kannabisefnið en hasspípan, kökurnar og fræin voru haldlögð og afsalaði hann því til eyðingar. Að því búnu hélt ferðalangurinn sína leið.

Ölvunarakstur og svipting

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Við umferðareftirlit veitti lögregla athygli bifreið sem ekið var með rásandi aksturslagi. Aksturinn var stöðvaður og ökumaður fluttur á lögreglustöð. Í hinu tilvikinu reyndist ökumaðurinn ölvaður og án ökuskírteinis. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum vegna ölvunar við akstur. Þá reyndist þriðji ökumaðurinn, sem lögregla stöðvaði,  vera með útrunnið ökuskírteini.

Tæmdi úr slökkvitæki á skemmtistað

Gestur á skemmtistaðnum Paddýs í Reykjanesbæ tæmdi úr sex kílóa slökkvitæki yfir staðinn og gesti þar aðfararnótt sunnudagsins síðastliðins. Lögreglan á Suðurnesjum var í eftirlitsferð þegar gestir sáust streyma út af staðnum og út á götu. Talsverðan reyk lagði frá skemmtistaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var viðvörunarkerfi staðarins í gangi og hann undirlagður af slökkvidufti. Talið er að einhverjar skemmdir hafi orðið á skemmtistaðnum svo og tækjabúnaði í eigu hljómsveitarinnar sem spilaði á Paddýs um kvöldið, en ekki er ljóst hversu miklar þær voru. Lögregla hefur rætt við fólk sem var statt á Paddýs og rannsakar málið.

Með amfetamín í sokknum

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning aðfararnótt sunnudagsins um einstakling sem væri grunaður um að vera með amfetamín í fórum sínum. Lögreglumenn fundu fljótlega einstakling sem passaði við þá lýsingu sem gefin hafði verið. Hann reyndist vera með hvítt efni, sem talið er vera amfetamín, í poka í öðrum sokk sínum. Maðurinn reyndist vera of ölvaður til að hann gæti svarað spurningum lögreglu og var því fluttur á lögreglustöð þar sem hann var látinn sofa úr sér.

Þá hafði lögreglan afskipti af öðrum karlmanni á skemmtistað í bænum. Við leit á honum fannst hvítt efni pakkað inn í sellófan í buxnavasa hans. Maðurinn var færður á lögreglustöð og yfirheyrður þar.  Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál undir nafnleynd.

Með hasskökur og pípu

Tollgæslan stöðvaði erlendan ferðamann við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum í gær. Fíkneifnahundurinn Nelson hafði merkt manninn og við leit á honum fundust rúmlega þrjú grömm af meintu kannabisefni í sýnapoka. Þá reyndist hann vera með hasspípu í forum sínum, tvær hasskökur og lítinn poka með ætluðum kannabisfræjum. Lögreglan á Suðurnesjum ræddi við manninn sem var að koma frá Amsterdam. Honum var gert að greiða tæplega 40 þúsund krónur í sekt fyrir kannabisefnið en hasspípan, kökurnar og fræin voru haldlögð og afsalaði hann því til eyðingar. Að því búnu hélt ferðalangurinn sína leið.