27 September 2004 12:00

Flugslysaæfing var haldin á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 25. september síðastliðinn. Frá embætti ríkislögreglustjóra komu fulltrúar frá almannavarnadeild, fjarskiptamiðstöð, umferðardeild, ID-nefnd,  auk yfirmanna sviðs 2. Ennfremur voru Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri viðstaddir og fylgdust með æfingunni ásamt fleiri ráðherrum, flugmálastjóra auk annarra.

Starfsmenn ríkislögreglustjóra tóku þátt í undirbúningi æfingarinnar, voru beinir þátttakendur í henni auk þess sem nokkrir starfsmenn sinntu eftirliti með æfingunni og leiðbeiningum til þátttakenda meðan á henni stóð.

Þegar æfingin hófst var samhæfingarstöð almannavarna í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð virkjuð. Þar komu til starfa fulltrúar frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, Neyðarlínunni, Landlækni, Rauða krossi Íslands, Vegagerðinni, Landsstjórn björgunarsveita og Flugmálastjórn auk starfsmanna á vegum almannavarnadeildar. Hlutverk samhæfingarstöðvar er að útvega aðstoð frá öðrum umdæmum, alþjóðlega aðstoð og að samhæfa aðstoð ríkisstofnana vegna áfalla.

Æfingin gekk mjög vel og var gagnleg.

Hér má finna nokkrar myndir af æfingunni.

Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri kynna sér gang mála

Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri kynna sér gang mála

Eldar slökktir

Eldar slökktir

Slösuðum bjargað úr flakinu

Slösuðum bjargað úr flakinu

Greining á meiðslum

Greining á meiðslum

Hlúð að slösuðum á vettvangi

Hlúð að slösuðum á vettvangi

Slasaðir fluttir af vettvangi

Slasaðir fluttir af vettvangi

Samhæfingarstöð almannavarna

Samhæfingarstöð almannavarna

Stjórnstöð aðgerðarstjórnar höfuðborgarsvæðisins

Stjórnstöð aðgerðarstjórnar höfuðborgarsvæðisins

Hugað að slösuðum á slysadeild

Hugað að slösuðum á slysadeild

Ljósmyndir: foto.is sf.