16 September 2010 12:00
Í dag 16.9.2010 verður unnið yfirlögn á slitlagi Þingvallavegar (36), við Miðfell. Búast má við minniháttar umferðartöfum á afmörkuðum vegkafla á þessu svæði. Að loknum framkvæmdum verður lausamöl á vegyfirborði og mögulega steinkast vegna umferðar ef ekið er of hratt. Búast má við steinkasti næstu daga vegna þessa. Vegfarendur eru eindregið beðnir að aka varlega um vinnusvæðið og virða merkingar um hámarkshraða því búið er að breyta veginum á þessum kafla vegna nýrra gatnamóta við Lyngdalsheiðarveg (365).