3 Ágúst 2012 12:00

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt og ýmis verkefni sem þurfti að sinna. Fimm gistu fangageymslu vegna ölvunarástands og  slagsmála. Engar kærur liggja þó fyrir vegna þessara mála. Tvær þjófnaðarkærur voru tilkynntar til lögreglu en um var að ræða þjófnað úr tjaldi og náðu gæslumenn sem voru í Herjóflsdal þessum aðila sem var að stela úr tjaldinu. Þá var önnur tilkynning til lögreglunar um þjófnað á síma. Um 7 fíkniefnamál komu upp en um er að ræða svokölluð neyslumál. Efnin sem haldlögð voru maríhuana, amfetamín og sveppir.

Undir morgun var aðli tekinn grunaður um ölvaðun við akstur og kom í ljós að hann var án ökuréttinda. Í sama máli var annar aðili handtekinn þar sem hann var grunaður að hafa ekið sömu bifreið undir áhrifum. Málið er í rannsókn og það tilkynnt til barnaverndaryfirvalda þar sem annar ökumaðurinn er ekki orðinn 17 ára.

Töluverður fjöldi Þjóðhátíðargesta koma til Eyja í gær og áfram mun streyma fólk til Vestmannaeyja í dag. Áætlað er að gestir á Þjðhátíð 2012 verði um 13 til 15 þúsund þegar mest verður á svæðinu. Sólin skín nú í Vestmannaeyjum og er veðurspá góð fyrir komandi helgi.