29 Júlí 2005 12:00

Þjóðhátíð hafin.

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett um miðjan dag í einmuna veðurblíðu.  Síðastliðin nótt var óvenju róleg og þeir gestir sem komnir voru til Eyja til fyrirmyndar.  Í gær, fimmtudag kom einungis upp eitt fíkniefnamál, þar sem lítilræði af kannabisefnum var haldlagt.  Við komu Herjólfs í dag fannst þó nokkuð af´fíkniefnum og eru þau mál til rannsóknar þessa stundina.