3 Ágúst 2007 12:00

Tvö minniháttar fíkniefnamál í Eyjum í gær.

Erilsamt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Fangaeymslur voru fullar þar sem aðilar fengu að sofa úr sér ölvunarástand. Tveir 15 ölvaðir drengir stálu sendibifreið og  lentu utan vegar. Lögreglumenn náðu þeim á hlaupum frá vettvangi. Þeir neituð að hafa ekið bifreiðinni og voru því vistaðir í fangageymslu. Við yfirheyrslu viðurkenndi annar þeirra að hafa ekið bifreiðinni.

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í gær. Annað málið var þegar aðlili sem var að koma með Herjólfi var handtekinn með lítisháttar að hassi sem hann hafði falið innklæða og hitt málið þegar lögreglumenn fundu tvær e-töflur á aðila í tjaldi í Herjólfsdal.

Um kvöldmatarleitið í gær var tilkynnt um bílveltu á Nýjahraunsvegi en ekki urðu slys á fólki. Þegar lögreglumenn voru að vinna á vettvangi lenti önnur bifreiða í árekstri við kranabifreið sem var að fjarlægja bifreiðina sem hafði oltið utan vegar. Ekki urðu þar heldur slys á fólk.

Eins og komið hefur fram var ákveðið að banna tjöldun í Herjólfsdal í nótt og íþróttahúsið opnað fyrir þá gesti sem komnir eru á þjóðhátíð en þetta var gert vegna slæmrar veðurspá. Mjög hvasst var í Eyjum í nótt og fuku sum tjalda heimamanna en í morgun var verið að festa þau aftur niður. Spáð er lygnandi þegar kemur fram yfir hádegi. Stanslaust flug var til Eyja í gær frá Bakka og Reykjavík og voru síðustu vélarnar að lenda um miðnætti í gærkvöldi. Áætlaður fjöldi gesta sem komnir erum um 4000 manns.

Mjög öflugt eftirlit verður á vegum lögreglunnar þessa helgi. Samtals verða starfandi 25 lögreglumenn á þessari hátíð, þarf af verða 7 lögreglumenn og 3 fíkniefnahundar við fíkniefnaeftirlit. Fylgst verður með farþegum sem koma með Herjólfi og flugi.