1 Ágúst 2014 12:00

Mikill földi gesta eru nú þegar mættir á Þjóðhátið Vestmannaeyja og í gærkvöldi áætlar lögreglan að 7000 til 8000 manns séu nú komnir til Eyja og stöðugt mun bætast við í dag og þar til hátíðinni lýkur aðfaranótt mánudags. Veðurspá fyrir helgina er mjög góð og nú skín sólin í Eyjum.
Óvenju rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt. Ellefu fíkniefnamál komu upp í gær og nótt. Þar fór lögreglan í fjórar húsleitir og í þremur þeirra fannst fíkniefni, en ekki mikið magn, mest 4 til 5 grömm af kannabis. Annað efni sem haldlagt hefur verið er amfetamín og kókaín.
Á hátíðinni verða 6 lögreglumenn sem sinna fíkniefnaeftirliti að auki eru þeim til aðstoðar tveir fíkniefnahundar.  
Lögreglan vill hvetja foreldra til að brýna fyrir börnum sínum þeim hættur sem leynst geta á útihátíðum og telur að ungmenni yngri en 18 ára eigi þangað ekkert erindi nema í fylgd með fullorðnum.  Á hátíðarsvæðinu verður öflugt gæsla og eftirlit. Á annað hundrað gæsluliðar verða á hátíðarsvæðinu á mestu álagstímum. Auk 20 lögreglumanna og annars fagfólks sem mun sinna eftirliti, gæslu og þjónustu þessa helgi.

Mikill földi gesta eru nú þegar mættir á Þjóðhátið Vestmannaeyja og í gærkvöldi áætlar lögreglan að 7000 til 8000 manns séu nú komnir til Eyja og stöðugt mun bætast við í dag og þar til hátíðinni lýkur aðfaranótt mánudags. Veðurspá fyrir helgina er mjög góð og nú skín sólin í Eyjum.

Óvenju rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt. Ellefu fíkniefnamál komu upp í gær og nótt. Þar fór lögreglan í fjórar húsleitir og í þremur þeirra fannst fíkniefni, en ekki mikið magn, mest 4 til 5 grömm af kannabis. Annað efni sem haldlagt hefur verið er amfetamín og kókaín.

Á hátíðinni verða 6 lögreglumenn sem sinna fíkniefnaeftirliti að auki eru þeim til aðstoðar tveir fíkniefnahundar.  

Lögreglan vill hvetja foreldra til að brýna fyrir börnum sínum þeim hættur sem leynst geta á útihátíðum og telur að ungmenni yngri en 18 ára eigi þangað ekkert erindi nema í fylgd með fullorðnum.  Á hátíðarsvæðinu verður öflugt gæsla og eftirlit. Á annað hundrað gæsluliðar verða á hátíðarsvæðinu á mestu álagstímum. Auk 20 lögreglumanna og annars fagfólks sem mun sinna eftirliti, gæslu og þjónustu þessa helgi.