26 Júní 2008 12:00
Lögreglan í Vestmannaeyjum upplýsti í gær þrjú þjófnaðarmál sem tilkynnt hafa verið til lögreglu á undanförnum þremur mánuðum. Um er að ræða þjófnað á skjávarpa og effect-ljósi sem Leikfélag Vestmannaeyja var með í láni frá Vestmannaeyjabæ. Einnig þjófnað, fyrr í þessum mánuði, á olíu úr tanki sem er í Viðlagafjöru. Lögreglan fékk upplýsingar um aðila sem hugsanlega átti þátt í þessum þjófnuðum og við húsleit á heimili hans fundust þeir munir sem stolið var auk olíunnar. Við yfirheyrslur kom í ljós að hann var einn að verki varðandi þjófnaðinn á skjávarpanum og ljósinu en alls komu sjö ungmenni að þjófnaðinum á olíunni. Málin teljast að mestu upplýst.