8 September 2012 12:00

Búið er að hafa upp á fólkinu sem lögreglan á Akureyri leitaði vegna vegna þjófnaðarmáls í hraðbanka á Akureyri og telst málið nú upplýst. Reyndist vera um hollenska ferðamenn að ræða og hafðist upp á þeim þar sem þeir voru á ferðalagi á Suðurlandi. Lögreglan þakkar þann fjölda ábendinga sem bárust vegna málsins sem leiddu til þess að mennirnir fundust.