29 Október 2008 12:00

Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst innbrot í mannlausa bifreið sem lagt var í vegkant í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi, að kveldi 9. október sl.  Úr bifreiðinni var stolið ýmsum verðmætum.  Í gær var par á Ísafirði handtekið vegna rannsóknar málsins og fannst hluti þýfisins í húsleit sem framkvæmd var á heimili þess.  Málið telst upplýst.