26 Apríl 2012 12:00

Nú liggja fyrir niðurstöður úr þolendakönnun ríkislögreglustjóra sem unnin er í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og gerð í samræmi við stefnu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í löggæslumálum. Könnunin var framkvæmd árið 2011 og var endanlegt úrtak tæplega 4.000 einstaklingar. Svarhlutfallið var 55%. Í könnuninni er m.a. spurt um öryggistilfinningu almennings í heimabyggð og í miðborg Reykjavíkur og um þjónustu lögreglunnar og sýnileika hennar. Könnunin miðast við allt landið og er hægt að greina stöðuna á milli landshluta en ekki milli lögregluumdæma. Skilgreint er nánar í meðfylgjandi skýrslu undir hvaða landshluta hvert lögregluumdæmi fellur.

Helstu niðurstöður eru að 86% svarenda telja að lögreglan vinni nokkuð eða mjög gott starf. Þetta er tæplega 6% fækkun frá árinu 2008. Um 90% svarenda sögðust mjög eða frekar öruggir er þeir væru einir á gangi að kvöldi í byggðarlagi sínu. Þetta er álíka hátt hlutfall og fyrri ár. Um 76% svarenda sem tilkynnt höfðu afbrot voru frekar eða mjög ánægðir með þjónustu lögreglunnar en árið 2008 var hlutfallið 79%. Um 17% svarenda sáu lögreglumann eða lögreglubíl í sínu byggðarlagi oft á dag, daglega eða nær daglega sem er um 13% færri svarendur en árið 2008.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér