18 Febrúar 2009 12:00

Í nótt kl. 02.30 stöðvuðu lögreglumenn í eftirlitsferð bifreið sem átti leið um Biskupstungnabraut við Þrastalund.  Í bifreiðinni var einn ungur karlmaður og tvær konur.  Athygli vakti að í bifreiðinni voru þrír flatskjári ásamat öðrum munum.  Grunur vaknaði um að fólkið hafi verið að koma úr innbrotaleiðangri.  Öll þrjú voru handtekinn og flutt í fangageymslu.  Við yfirheyrslur í morgun játuðu öll þrú að hafa brotist inn í þrjá sumarbústaði við Þverlág sem er vestan við Flúðir.  Húsleit var gerð á dvalarstöðum þremenningan en ekkert fannst þar sem tengja mátti afbrotum.   Einn bústaðanna var í einkaeign en tveir í eigu stéttarfélags.  Önnur stúlkan í hópnum hafði tekið annað húsið á leigu helgina áður og þekkti orðið þar til.  Þetta er önnur nóttin í röð sem innbrotsþjófar eru handteknir í Árnessýslu.  Lögreglumenn hafa lagt áherslu á það undanfarið að fara í eftirlitsferðir um sumarhúsasvæðin og því verður haldið áfram.