8 September 2003 12:00

Þriðjudaginn 2. september s.l. var þriðja önn grunnnáms Lögregluskóla ríkisins 2003 sett. Þar með hófst lokaáfangi í grunnámi þeirra nemenda sem mættu til náms í janúarbyrjun 2003.

Skilyrði þess að vera við nám á þriðju önn skólans er að hafa lokið prófum fyrstu annar með fullnægjandi árangri. Samkvæmt þessu mæta þrír þeirra 40 nemenda sem voru við nám á fyrstu önn skólans ekki til náms nú vegna þess að þeir ýmist féllu á líkamsþjálfunarprófi fyrstu annar eða gátu ekki lokið því vegna meiðsla.

Það verða því 37 nemendur við nám á þriðju önn Lögregluskóla ríkisins og lýkur grunnnámi þeirra með skólaslitum þann 11. desember 2003.