4 September 2002 12:00

Þriðja önn grunnnáms Lögregluskólans hófst þriðjudaginn 3. september s.l. 47 nemendur eru við nám á önninni og þeir sem standast öll próf útskrifast sem faglærðir lögreglumenn föstudaginn 13. desember 2002.

Upphaflega var gert ráð fyrir 48 nemendum til náms en einn þeirra hafði ekki lokið áfangaprófi fyrstu annar í líkamsþjálfun þegar önnin hófst og fyrirséð var að hann gæti ekki tekið fullan þátt í líkamsþjálfun á þessari önn. Því var tekin sú ákvörðun að segja upp ráðningarsamningi hans.

Líkamsþjálfun af ýmsum toga er stór hluti lögreglunámsins og þess má geta að fyrsta kennsludaginn gengu nemendur skólans, ásamt þremur kennurum hans, upp Esjuna. Þrátt fyrir leiðindaveður, slæmt skyggni, hávaðarok og úrhellisrigningu, tókst flestum að komast alla leið upp og allir komu heilu og höldnu til baka aftur.