14 Febrúar 2005 12:00

Valið hefur verið í þriðja hóp nemenda í stjórnunarnám Lögregluskólans sem skólinn hefur skipulagt í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands.  Námið er á háskólastigi, tvær annir á skólabekk auk hálfs árs undirbúningsnáms. Fyrsti hópurinn lauk náminu s.l. vor og annar hópurinn, sem hóf nám í byrjun árs 2004, lýkur námi sínu í maímánuði n.k.

Í þessum þriðja hópi, sem hóf námið 25. janúar s.l. með undirbúningsnámi, eru skráðir 30 þátttakendur úr fjórum efstu starfsstigum lögreglumanna auk þess sem þrír lögreglustjórar eru skráðir til náms.  Þegar þessi hópur lýkur námi vorið 2006 hafa tæplega 100 stjórnendur í lögreglu lokið námi á háskólastigi í stjórnun.