17 Apríl 2012 12:00

Þrír karlmenn, sem  komu til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu í morgun frá Danmörku, hafa óskað eftir hæli á Íslandi. Þeir voru stöðvaðir af tollvörðum og spurðir um skilríki en gátu ekki framvísað neinum gildum ferðaskilríkjum. Tollverðir vísuðu málum þeirra til lögreglunnar. Mennirnir hafa að því er virðist allir dvalið í Svíþjóð og hugsanlega verið í hælismeðferð þar. Þeir verða sendi til Reykjavíkur til áframhaldandi hælismeðferðar.